Skólinn

Brúarskóli er sérskóli fyrir börn og unglinga sem eiga í alvarlegum geðrænum-, hegðunar- eða félagslegum erfiðleikum. Brúarskóli er starfræktur á fjórum starfstöðvum í Reykjavík. Í Vesturhlíð, í Brúarhúsum við Húsaskóla, á Dalbraut við BUGL og á Stuðlum.
Brúarskóli er tímabundið skólaúrræði með það markmið að efla nemendur og styðja við þá svo þeir verði hæfari til að stunda nám í almennum grunnskóla. Megináhersla er lögð á að vinna á jákvæðan hátt að bættri hegðun nemenda og hrósa fyrir það sem vel er gert. Jafnframt er unnið að því að styrkja og bæta félags- og samskiptahæfni nemenda. Kennt er í fámennum námshópum og er kennslan einstaklingsmiðuð að þörfum hvers nemanda.
Brúarskóli hefur einnig ráðgefandi hlutverk gagnvart almennum grunnskólum vegna erfiðrar hegðunar nemenda.
Skólastjórnendur
- Skólastjóri er Ólafur Björnsson
- Aðstoðarskólastjóri er Guðrún Vala Jónsdóttir
- Deildarstjóri í Brúarhúsum er Aðalheiður Dröfn Bjarnadóttir
- Deildarstjóri á Dalbraut er Birna Hjaltadóttir
- Deildarstjóri ráðgjafar er Ingunn Eyjólfsdóttir
Skólastarfsemi
Starfsáætlun
Hvað er framundan í Brúarskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars stefnu skólans fyrir síðasta ár, skipulag kennslu og ótalmargt fleira.
- Starfsáætlun 2024-2025
Skólanámskrá
Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Brúarskóla? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í námi og starfi.
Skólareglur
Hér kemur texti
Matur í grunnskólum
Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar veturinn 2024-2025 en mikilvægt er fyrir skólann að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift.
Þeir nemendur sem voru skráðir í fyrra verða sjálfkrafa skráðir í áskrift en aðrir þurfa að skrá sig. Breyting á skráningu fer fram á matur.vala.is.

Foreldrasamstarf
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi.

Skólaráð
Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Meginhlutverk skólaráðs að vera vettvangur fyrir alla fulltrúa skólasamfélagsins til að eiga samráð um málefni skólans.
Mat á skólastarfi
Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er m.a. að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.