Brúarskóli
Sérskóli, 3.-10. bekkur
Vesturhlíð 3
105 Reykjavík
Ísland

Styttu þér leið
Brúarskóli
Brúarskóli er sérskóli í Reykjavík stofnaður árið 2003 fyrir börn sem kljást við alvarleg geðræn-, hegðunar eða félagsleg vandamál. Skólinn tekur einnig á móti nemendum sem eru í vanda vegna fíkniefnaneyslu og/eða afbrota. Brúarskóli er með fimm starfsstöðvar en aðalskólinn er í Vesturhlíð. Tilgangur starfseminar er að veita tímabundið úrræði fyrir nemendur með það lokamarkmið að gera þá hæfa til að stunda nám í almennum grunnskólum. Þá er lögð áhersla á kennslu í samræmi við áhuga og getu hvers einstaklings og á sama tíma er reynt að styrkja félags- og samskiptahæfni nemenda.
Fjöldi nemenda er breytilegur milli ára og yfir skólaárið en það eru í kringum 50 nemendur sem stunda nám við skólann. Þá eru í kringum 50 starfsmenn í Brúarskóla og á meðal þeirra eru stjórnendur, kennarar, ráðgjafaþroskaþjálfarar, atferlisþjálfarar, stuðningsfulltrúar og sálfræðingar.
Hvernig sæki ég um?
Skilað er inn umsókn á þar til gerðum eyðublöðum sem finna má hér fyrir neðan. Að auki skilar heimaskóli nemanda samhliða inn umsókn.

Fréttir
Hvað viltu skoða næst?
- Grunnskólar Börn byrja í grunnskóla árið sem þau verða sex ára
- Frístundaheimili Frístundastarf fyrir 6-9 ára börn.
- Félagsmiðstöðvar Frístundastarf fyrir 10-16 ára börn
- Persónuvernd í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborg hefur það að markmiði að tryggja öryggi allra persónuupplýsinga sem unnið er með.
- Stefnur Hér finnur þú samþykktar stefnur og stefnumarkandi áætlanir Reykjavíkurborgar.
- Einelti í skóla- og frístundastarfi Einelti og ofbeldi er ekki liðið í grunnskólum Reykjavíkurborgar.
- Skólahljómsveitir Vandað tónlistarnám fer fram í skólahljómsveitunum Reykjavíkurborgar.